laugardagur, 23. desember 2006

Loksins!

Loksins get ég skrifað aftur!!!
Lenti í svakalegum vandræðum að komast hingað inn aftur ): En þolinmæðin þrautir vinnur allar, svo ég vona að þið hafið líka haft nóg af henni (:
Jæja, Sigga er búin að vera í heimsókn hjá mér og svaka stuð. Var veðurteppt fram á föstudag í blíðviðrinu hérna í Reykjavík. Hún er nú farin Austur í faðm fjölskyldunnar í heilu lagi, sem betur fer.
Vá, ég er svo stolt af mér að komast aftur inná bloggið mitt, þetta var sko ekki auðvelt!!!
Jæja, segi ykkur kannski meira af heimsókninni hennar Siggu á aðeins kristilegri tíma, ætla að skríða undir sæng núna og takka batterýin úr vekjaraklukkunni.
Góða nótt.

sunnudagur, 17. desember 2006

Fyrsta færslan

Jæja, líst ágætlega á þessa bloggsíðu, eftir að hafa prófað nokkrar.
Þetta er hér með fyrsta bloggfærslan mín og vonandi verða þær fleiri.